Fréttir

Könnun landskjörstjórnar á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti - 11.11.2016

Landskjörstjórn hefur birt tilkynningu þess efnis að samkvæmt útreikningum hafi staðan á vægi atkvæða við kosningarnar 29. október verið óbreytt frá síðustu alþingiskosningum. Við næstu alþingiskosningar verði því skipting þingsæta óbreytt; átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna .

Lesa meira

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf - 8.11.2016

Landskjörstjórn kom saman í gær, 7. nóvember, og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 29. október 2016. 

Lesa meira

Fleiri fréttir