Fréttir

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf - 10.11.2017

Landskjörstjórn kom saman þriðjudaginn 7. nóvember og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 28. október 2017.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 28.10.2017

Í dómsmálaráðuneytinu verða veittar upplýsingar vegna alþingiskosninganna í dag, laugardaginn 28. október, meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.

Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði á kjördag - 27.10.2017

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við alþingiskosningarnar og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Lesa meira

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag - 26.10.2017

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag, laugardaginn 28. október, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða, eru eftirfarandi:

Lesa meira

Leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag - 24.10.2017

Sett hefur verið inn hér á síðuna myndband til leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu á kjördag. Myndbandið er túlkað á táknmáli sem er nýmæli. 

Lesa meira

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi - 20.10.2017

Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Lesa meira

Fleiri fréttir