Athugið: Þessar síður fjalla um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.

  • reykjavik-nordur

Reykjavíkurkjördæmi norður

Mörk Reykjavíkurkjördæmanna eru dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Í kjördæminu skulu vera 9 kjördæmissæti og tvö jöfnunarþingsæti.