Athugið: Þessar síður fjalla um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.

Leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á íslensku og ensku. Myndböndunum er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundaratkvæðagreiðslu framkvæmdina.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá embættum sýslumanna hér á landi, á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra, og erlendis hjá sendiráðum og kjörræðismönnum.

Myndböndin eru hugsuð til leiðbeiningar en ítarlegri umfjöllun um kosningarathöfnina er að finna í lögum um kosningar til Alþingis.


Leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Instructions on Absentee Voting 2013