Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Auðlesið

Atkvæða-greiðsla á kjör-dag 25. júní 2016

Hér er mynd-band sem sýnir hvernig kosið er á kjördag og líka eru upp-lýsingar um ef kjósandi óskar eftir aðstoð á kjörstað.

Smelltu hérHvar á ég að kjósa?

Kjósendur eru á kjör-skrá í því sveitar-félagi þar sem þeir eiga lög-heimili þremur vikum fyrir kjör-dag, þann 4. júní 2016. Flutn-ingur lög-heimilis eftir þann tíma breytir ekki skrán-ingu á kjör-skrá.


 • Sveitar-félagið aug-lýsir hvar hægt er að kjósa á kjör-dag,  25. júní.

 • Sum sveitar-félög setja þessar upp-lýsingar á vef-síður sínar en þessar upp-lýsingar má líka finna hér á vefnum. Smelltu hér


Þá er lang-oftast hægt að sjá á kjör-skrá hvar kjör-staðurinn er. Þú slærð inn kenni-tölu og þá birtast þessar upp-lýsingar: Nafn þitt, heimili, sveitar-félag, kjör-staður og númer kjör-deildar.
Smelltu hér til að komast inn á kjör-skrá

Kjör-staðir eru almennt opnir frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.
Sums staðar er ekki opið svo lengi.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundarEf þú býrð í útlöndum þarftu að fara til sendiráðs eða til ræðismanns. • Utanríkis-ráðuneytið auglýsir hvar er hægt að kjósa í útlöndum.

Sjá meira á þessari síðu og vefsíðu utanríkis-ráðuneytisins.Þeir sem eru á sjúkrahúsi, elliheimili eða búa í þjónustu-úrræði fyrir fatlað fólk mega kjósa þar. Kjörstjórn ákveður hvenær má kjósa.


 • Það þarf að vera í samráði við yfirmenn þar.

Hér eru reglur sem segja til um hvernig á að framkvæma svona kosningu

Kosið heima

 • Þú mátt kjósa heima ef þú er veikur, með fötlun eða átt von á barni.

 • Þú mátt líka kjósa heima ef þú býrð á elliheimili eða í þjónustu-úrræði fyrir fatlað fólk eins og talað var um hér að framan.

 • Ef þú ætlar að kjósa heima þarftu að skila inn skriflegri umsókn.

 • Einhver sem þekkir þig vel þarf að staðfesta skriflega að þú getir ekki kosið á kjörstað.

 • Það má ekki kjósa heima fyrr en 3 vikur eru til kosninga.

 • Það verður að biðja kjörstjórn um leyfi til þess ekki seinna en 4 dögum fyrir kjördag.

 • Lokafrestur til að sækja um leyfi er 21. júní og þú þarft að vera búin/n að því fyrir kl. 16.

Hér eru reglur sem segja til um hvernig á að framkvæma svona kosningu.


Hér er umsóknarblað til að fá að kjósa heima

Hvernig fer kosning fram utan kjörfundar?
 • Þú lætur kjörstjóra vita hver þú ert. Það gerir þú með því að sýna persónuskilríki eða eitthvað annað sem sannar hver þú ert.

 • Þú færð afhentan kjörseðil til að kjósa og umslag til að setja seðilinn í.

 • Þú þarft að kjósa ein/n. Þú skrifar á kjörseðilinn eða stimplar fullt nafn þess frambjóðanda sem þú vilt kjósa.

 • Þegar þú ert búin/n að kjósa með því að skrifa eða stimpla á kjörseðilinn setur þú hann í umslagið og límir fyrir.

 • Síðan þarf að fylla út fylgibréf og skrifa undir það þannig að kjörstjóri sjái og hann skrifar líka undir.

 • Þú stingur svo fylgibréfinu og umslaginu með kjörseðlinum í stærra umslag og límir það aftur.

 • Þú skrifar framan á stærra umslagið til kjörstjórnarinnar í því kjördæmi þar sem þú átt heima. Aftan á umslagið þarftu að skrifa nafnið þitt, kennitöluna og heimilisfangið þitt mjög skýrt.

 • Ef þú kýst í kjördæminu sem þú átt heima í lætur þú umslagið í atkvæðakassa á staðnum.

 • Ef þú kýst í öðru kjördæmi eða í útlöndum þarftu að senda umslagið til kjörstjórnarinnar í kjördæminu sem þú býrð í.

 • Kjörstjóri á að láta bréfið í póst ef þú óskar eftir því en þú borgar fyrir sendinguna.

 • Það er nóg að bréfið með atkvæðinu þínu fari í einhverja kjördeild þar sem þú átt heima.

 • Bréfið með atkvæðinu þínu þarf að vera komið til kjörstjóra áður en kosningu lýkur.Kjósandi þarf aðstoð við atkvæða-greiðslu utan kjörfundar


Þú getur fengið aðstoð við að kjósa:


 • Ef þú ert blind/ur eða ef þú getur ekki notað höndina til að skrifa getur þú beðið kjörstjóra að aðstoða þig við að kjósa í einrúmi.

 • Þú getur líka sjálf/ur valið einhvern annan til að aðstoða þig við að kjósa ef þú getur sjálf/ur sagt kjörstjóra frá því.

 • Kjörstjóri eða aðstoðar-maður má ekki segja frá því hvað þú kýst eða hvað þú segir við hann.

 • Ef þú getur ekki sagt kjörstjóra hvað þú vilt má hann samt leyfa aðstoðar-manni að aðstoða þig við að kjósa. Til þess að það sé hægt þarftu að koma með vottorð frá réttinda-gæslumanni sem starfar á þínu svæði.

 • Listi yfir réttinda-gæslumenn fatlaðs fólks, sjá vefsíður Þroskahjálpar og velferðar-ráðuneytisins.

 • Ef þú uppfyllir ekki það sem hér er sagt þá getur þú ekki fengið aðstoð við að kjósa.

 • Aðstoðar-maður má bara aðstoða einn kjósanda við sömu kosningu.
Fyrirgerir atkvæðagreiðsla utan kjörfundar rétti þínum til að greiða atkvæði á kjördag? • Þótt þú sért búin/n að kjósa áður en kosningar fara fram máttu samt kjósa á kjördag, 25. júní.

 • Þá gildir ekki atkvæði þitt utan kjörfundar.