Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Framkvæmd forsetakjörs

Framkvæmd forsetakjörs er samstarf nokkurra opinberra aðila. Má þar helst nefna forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Hæstarétt Íslands, Þjóðskrá Íslands, sveitarstjórnir, sýslumenn og kjörstjórnir.

Þessi stjórnvöld skipta með sér verkum og vinna að því að heildarframkvæmd kosningarinnar fari fram með skýrum og traustum hætti.

Við forsetakjörið eins og við alþingiskosningar munu starfa ýmsar kjörstjórnir, svo sem yfirkjörstjórnir í kjördæmunum sex, undirkjörstjórnir og aðrar kjörstjórnir sveitarfélaga.

Þá hefur landskjörstjórn það eina hlutverk við forsetakjör að ákvarða í hvoru kjördæmanna kjósendur búsettir erlendis, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík, eiga að vera. Sama gildir um kjósendur sem eru óstaðsettir í hús í Reykjavík.