Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Auglýsingar frá yfirkjörstjórnum til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Frá yfirkjörstjórnum í  Reykjavíkurkjördæmum norður og suður                      

Til væntanlegra framjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Yfirkjörstjórnir  Reykjavíkurkjördæma norður og  suður koma saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 23. maí  2012,  kl. 13.00 til að gefa vottorð um meðmælendur forsetaframboða  samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.

Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til oddvita yfirkjörstjórna, Katrínar Theodórsdóttir og Sveins Sveinssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, mánudaginn 21. maí n.k. milli kl. 13.00 og 15.00 til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf  yfirkjörstjórnanna.

Ekki verður unnt að tryggja afgreiðslu framboða sem berast síðar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórnum frumrit meðmælendalista.

Yfirkjörstjórnir fara þess á leit að meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæki formi  (excel-skjali á minnislykli).

Reykjavík 3. maí 2012.
F.h. yfirkjörstjórnar  Reykjavíkurkjördæmis norður
Katrín  Theodórsdóttir.
F.h.yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður
Sveinn Sveinsson.

Frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis

Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis kemur saman til fundar á Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16, Borgarnesi, þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 13.00, til þess að gefa vottorð um meðmælendur forsetaefna samkvæmt 4.gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands.

Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til oddvita yfirkjörstjórnar, Ríkarðs Mássonar, sýsluskrifstofunni, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, þriðjudaginn 15. maí nk. milli kl. 13 og 15, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar.

Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista.   Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.

Yfirkjörstjórn fer þess á leit að meðmælendalista verði, auk hinna skriflegu inntaka, afhentir á tölvutæku formi ( í excel-skjali á minnislykli ).

27. apríl 2012.
F.h. yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis,
Ríkarður Másson
            

 

Frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis

Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis kemur saman til fundar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri, fundarsal 2. hæð, þriðjudaginn 22. maí nk., kl. 13:00, til þess að gefa vottorð um meðmælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands.

Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til oddvita yfirkjörstjórnar, Páls Hlöðvessonar skipatæknifræðings, Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri, fundarsal 2. hæð, þriðjudaginn 15. maí nk., milli kl. 13 og 15, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar.

Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.

Yfirkjörstjórn fer þess á leit að meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæku formi (í töflureikni á minnislykli).

Þá skal og fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum hverjir tveir menn séu umboðsmenn viðkomandi framboðs.

Akureyri, laugardaginn 28. apríl 2012.
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis,
Páll Hlöðvesson oddviti
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Helga Arnheiður Erlingsdóttir
Gestur Jónsson
Ólafur Rúnar Ólafsson

Frá yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis

Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis kemur saman til fundar í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4, 2. hæð, Selfossi, miðvikudaginn 16. maí nk., milli kl. 15:00 og 16:00, til þess að taka við meðmælendalistum forsetaframbjóðenda og undirbúa útgáfu vottorða samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands.

Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum með  nöfnum meðmælenda af Suðurlandi til yfirkjörstjórnar á ofangreidum stað og tíma. Vottorð yfirkjörstjórnar verða gefin þriðjudaginn 22. maí nk.

Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.

Yfirkjörstjórn fer þess á leit að meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæku formi (í excel-skjali á minnislykli).

30. apríl 2012.
Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis,
Grímur Hergeirsson
Karl Gauti Hjaltason
Sigurður Ingi Andrésson
Unnar Þór Böðvarsson
Þórir Haraldsson

Frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis

Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012

Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis kemur saman til fundar í Íþróttahúsinu Kaplakrika, Hafnarfirði, þriðjudaginn 22. maí nk., kl. 13:00, til þess að gefa vottorð um meðmælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36 frá 1945, um framboð og kjör forseta Íslands.

Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til oddvita yfirkjörstjórnar, Jónasar Þórs Guðmundssonar hrl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, miðvikudaginn 16. maí nk., milli kl. 13 og 15, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar.

 Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.

 Yfirkjörstjórn fer þess á leit að meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæku formi (í excel-skjali á minnislykli).

24. apríl 2012.

Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis,
Jónas Þór Guðmundsson,
Ástríður Sólrún Grímsdóttir,
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Sigríður Jósefsdóttir,
Elín Jóhannsdóttir.