Gerð og prentun kjörseðla
- Innanríkisráðuneytið sér um gerð og prentun kjörseðla, sem notaðir verða á kjörfundi, og sendingu þeirra til yfirkjörstjórna, sem síðan annast framsendingu þeirra til undirkjörstjórna með sama hætti og kjörseðla til alþingiskosninga. Á kjörseðla skal prenta skýru letri nöfn frambjóðenda í stafrófsröð.
- Þá sér innanríkisráðuneytið einnig um gerð og prentun kjörseðla, kjörseðilsumslaga, fylgibréfa og sendiumslaga við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og sendingu þessara kjörgagna til sýslumanna og utanríkisráðuneytisins. Á kjörseðla skal einungis prenta að um sé að ræða kjörseðla.
- Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu kjörgagna erlendis til sendiráða, fastanefnda hjá alþjóðastofnunum, sendiræðisskrifstofa, kjörræðismanna eða annarra kjörstjóra sem ráðuneytið tilnefnir sérstaklega.