Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Kjörseðill

Dómsmálaráðuneytið sér um gerð og prentun kjörseðla og sendir þá ásamt öðrum kjörgögnum til þeirra sem annast framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á kjörfundi og utan kjörfundar. Haga skal sendingunum í samræmi við lög um kosningar til Alþingis. Dreifa skal til allra kjósenda í landinu afriti af kjörseðli, auðkenndum sem kynningarseðill, ásamt skýringum á því hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Kynningarseðilinn má kjósandi fylla út og hafa með sér í kjörklefa.

Sýnishorn af kjörseðli.Efst á kjörseðli skulu prentaðar leiðbeiningar um hvernig atkvæðagreiðsla fer fram, sbr. reglur 11. gr. Á kjörseðli skulu vera tuttugu og fimm vallínur. Í fyrstu vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 1. val kjósanda, í annarri vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 2. val kjósanda, í þriðju vallínu standi auðkennistala frambjóðanda sem er 3. val kjósanda o.s.frv. Fremst í hverri vallínu skulu vera ferningar fyrir stafi í auðkennistölu frambjóðanda, jafnmargir og nauðsynlegt er, sbr. 6. mgr. 8. gr. Á bakhlið kjörseðils komi auðkennistákn seðilsins.

Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.

Eftirfarandi meinbugir á útfyllingu kjörseðils valda því að hann telst ógildur að hluta eða að öllu leyti:

 • Sé efsta vallína auð telst kjörseðillinn ógildur.
 • Sé vallína auð eða hún ekki rétt útfyllt telst seðillinn ekki ógildur af þeim sökum en aðeins skal taka tillit til útfyllingar í vallínum fram að auðu línunni en ekki til þeirra sem á eftir kunna að koma.
 • Tvítekin auðkennistala gerir seðil ekki ógildan en aðeins skal taka tillit til vallína fram að fyrstu endurtekningu tölunnar en ekki annarra lína.
 • Ef ekkert val verður lesið af kjörseðli vegna atvika sem að framan greinir telst kjörseðillinn ógildur.

atkvæðagreiðslu lokinni gengur undirkjörstjórn frá kjörgögnum í samræmi við 95. gr. laga um kosningar til Alþingis og sendir landskjörstjórn á öruggan hátt. Landskjörstjórn eða aðili sem hún tilnefnir gefur viðurkenningu fyrir móttöku þegar gögnin berast.

„Strikamerkið“ á bakhlið seðils hefur ekkert með nafn kjósanda að gera

 Á bakhlið seðilsins er prentað auðkennistákn seðilsins, nokkurs konar strikamerki. Sú spurning kann að vakna hvort þetta merki tengist á einhvern hátt viðkomandi kjósanda. Svo er alls ekki.
 
Ein meginforsenda rafrænnar talningar er að kjörseðillinn hafi sérstakt auðkennistákn eða merkingu. Slíkt auðkenni er bundið við seðilinn sjálfan og er ekki rekjanlegt til kjósanda. Tilviljun ein ræður því hvaða kjósandi fær hvaða seðil afhentan á kjörstað og strikamerkið er ekki skráð við afhendingu kjörseðils.

Strikamerkið gerir það að verkum að
 • mögulegt er að staðreyna að ekki séu aðrir seðlar í umferð en þeir sem dómsmálaráðuneytið lét prenta fyrir kosningarnar.
 • við talningu atkvæða er unnt að kalla fram mynd af seðlinum við t.d. afstemningu eða færslu umframatkvæða og atkvæða sem ekki hafa nýst við 1. val kjósanda.
 • mögulegt er að finna kjörseðil, sem ágreiningur kann að vera um, og ganga úr skugga að ekki séu vankantar á hinni rafrænu talningu. Í því tilfelli verður að vera hægt að bera saman mynd af kjörseðlinum, sem tekin er af honum við skönnun hans, og sjálfan kjörseðilinn.

Strikamerking kjörseðils er því eingöngu í þágu öryggis við framkvæmd kosninganna. Ómögulegt er að rekja tiltekinn seðil til tiltekins kjósanda.

.


 


 


Kjörseðill

Kjörseðill

Dómsmálaráðuneytið sér um gerð og prentun kjörseðla og sendir þá ásamt öðrum kjörgögnum til þeirra sem annast framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á kjörfundi og utan kjörfundar. Haga skal sendingunum í samræmi við lög um kosningar til Alþingis. Dreifa skal til allra kjósenda í landinu afriti af kjörseðli, auðkenndum sem kynningarseðill, ásamt skýringum á því hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Kynningarseðilinn má kjósandi fylla út og hafa með sér í kjörklefa.

Sýnishorn af kjörseðli.Efst á kjörseðli skulu prentaðar leiðbeiningar um hvernig atkvæðagreiðsla fer fram, sbr. reglur 11. gr. Á kjörseðli skulu vera tuttugu og fimm vallínur. Í fyrstu vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 1. val kjósanda, í annarri vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 2. val kjósanda, í þriðju vallínu standi auðkennistala frambjóðanda sem er 3. val kjósanda o.s.frv. Fremst í hverri vallínu skulu vera ferningar fyrir stafi í auðkennistölu frambjóðanda, jafnmargir og nauðsynlegt er, sbr. 6. mgr. 8. gr. Á bakhlið kjörseðils komi auðkennistákn seðilsins.

Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.

Eftirfarandi meinbugir á útfyllingu kjörseðils valda því að hann telst ógildur að hluta eða að öllu leyti:

 • Sé efsta vallína auð telst kjörseðillinn ógildur.
 • Sé vallína auð eða hún ekki rétt útfyllt telst seðillinn ekki ógildur af þeim sökum en aðeins skal taka tillit til útfyllingar í vallínum fram að auðu línunni en ekki til þeirra sem á eftir kunna að koma.
 • Tvítekin auðkennistala gerir seðil ekki ógildan en aðeins skal taka tillit til vallína fram að fyrstu endurtekningu tölunnar en ekki annarra lína.
 • Ef ekkert val verður lesið af kjörseðli vegna atvika sem að framan greinir telst kjörseðillinn ógildur.

atkvæðagreiðslu lokinni gengur undirkjörstjórn frá kjörgögnum í samræmi við 95. gr. laga um kosningar til Alþingis og sendir landskjörstjórn á öruggan hátt. Landskjörstjórn eða aðili sem hún tilnefnir gefur viðurkenningu fyrir móttöku þegar gögnin berast.

„Strikamerkið“ á bakhlið seðils hefur ekkert með nafn kjósanda að gera

 Á bakhlið seðilsins er prentað auðkennistákn seðilsins, nokkurs konar strikamerki. Sú spurning kann að vakna hvort þetta merki tengist á einhvern hátt viðkomandi kjósanda. Svo er alls ekki.
 
Ein meginforsenda rafrænnar talningar er að kjörseðillinn hafi sérstakt auðkennistákn eða merkingu. Slíkt auðkenni er bundið við seðilinn sjálfan og er ekki rekjanlegt til kjósanda. Tilviljun ein ræður því hvaða kjósandi fær hvaða seðil afhentan á kjörstað og strikamerkið er ekki skráð við afhendingu kjörseðils.

Strikamerkið gerir það að verkum að
 • mögulegt er að staðreyna að ekki séu aðrir seðlar í umferð en þeir sem dómsmálaráðuneytið lét prenta fyrir kosningarnar.
 • við talningu atkvæða er unnt að kalla fram mynd af seðlinum við t.d. afstemningu eða færslu umframatkvæða og atkvæða sem ekki hafa nýst við 1. val kjósanda.
 • mögulegt er að finna kjörseðil, sem ágreiningur kann að vera um, og ganga úr skugga að ekki séu vankantar á hinni rafrænu talningu. Í því tilfelli verður að vera hægt að bera saman mynd af kjörseðlinum, sem tekin er af honum við skönnun hans, og sjálfan kjörseðilinn.

Strikamerking kjörseðils er því eingöngu í þágu öryggis við framkvæmd kosninganna. Ómögulegt er að rekja tiltekinn seðil til tiltekins kjósanda.

.