Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


1. hluti - Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

1. hluti - Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

- upplýsingavefir um framkvæmd kosninganna: kosning.is og landskjor.is

Íslendingar ganga að kjörborði laugardaginn 27. nóvember 2010 og velja fulltrúa til setu á stjórnlagaþingi sem kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

  • Stjórnlagaþing skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum og persónukjörnum fulltrúa.
  • Landið verður eitt kjördæmi og vægi atkvæða verður því jafnt.
  • Atkvæði af landinu öllu verða talin í Reykjavík á vegum landskjörstjórnar og úrslit birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum.
  • 18. október rennur út framboðsfrestur.
  • Fyrir 3. nóvember upplýsir landskjörstjórn hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings.
  • 10. nóvember hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar.
  • 27. nóvember er kosið til stjórnlagaþings.

Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings er samvinnuverkefni dómsmála- og mannréttindaráðuneytis, landskjörstjórnar, Þjóðskrár Íslands, utanríkisráðuneytis, sveitarstjórna, sýslumanna og fleiri opinberra aðila.