Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


9. hluti - Rafræn kynning á frambjóðendum

9. hluti - Rafræn kynning á frambjóðendum

9. hluti - Rafræn kynning á frambjóðendum

Frambjóðendur sjálfir eru höfundar þess kynningartexta sem birtur er á vefnum kosning.is. Kynningarefnið hefur verið yfirlesið og lagfært með tilliti til málfars og stafsetningar. Á sérsíðu um hvern frambjóðanda kemur fram í samandregnu máli af hverju viðkomandi býður sig fram, birtar eru upplýsingar um menntun, starfsreynslu, aldur, netfang og vefsíður sem vísa á frekara kynningarefni, hafi frambjóðendur kosið að láta það fylgja framboði sínu. Þá kemur fram fjögurra tölustafa auðkennistala sem hverjum frambjóðanda var úthlutað af landskjörstjórn og færa þarf á kjörseðil á kjördag í stað nafns.