10. hluti - Rafrænn hjálparkjörseðill
Á vefnum kosning.is er leitarvél þar sem hægt er kalla fram upplýsingar um frambjóðendur eftir stafrófsröð (upphafsstaf í nafni frambjóðanda) starfsheiti, póstnúmeri, sveitarfélagi eða kyni.
Á hjálparkjörseðilinn á vefnum kosning.is geta kjósendur raðað þeim frambjóðendum sem þeir hafa hug á að velja til setu á stjórnlagaþingi, minnst 1 og mest 25. Kjósendur geta forgangsraðað þar frambjóðendum að eigin vali, eftir að hafa aflað sér upplýsinga um þá, prentað út seðilinn og haft með sér á kjörstað.
Er þetta gert til þess að auðvelda kosninguna en markmiðið er að hún gangi greiðlega fyrir sig. Með útfylltan hjálparkjörseðil í farteskinu á kjördag þurfa kjósendur eingöngu að færa auðkennistölur frambjóðenda yfir á kjörseðilinn sem þeir fá afhentan á kjörstað. Þeir geta að sjálfsögðu notað heimsendu hjálparkjörseðlana í sama tilgangi.