Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


2. hluti - Framboðsfrestur til hádegis 18. október

2. hluti - Framboðsfrestur til hádegis 18. október

Framboðsfrestur til hádegis 18. október

Landskjörstjórn auglýsir kosningar til stjórnlagaþings eigi síðar en átta vikum fyrir kjördag. Sömu reglur gilda um kjörgengi og í alþingiskosningum að því undanskildu að forseti Íslands, alþingismenn, varamenn alþingismanna, ráðherrar og þeir, sem setið hafa í nefndum til undirbúnings stjórnlagaþingi, eru ekki kjörgengir.

Framboði til stjórnlagaþings skal skilað á sérstökum eyðublöðum, sem landskjörstjórn hefur útbúið í samráði við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið. Gögn vegna framboðs skulu hafa borist landskjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi 18. október 2010.

Eyðublöðin fyrir framboð og kynningu frambjóðenda, ásamt meðmælendalistum, er að finna á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, og á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kosning.is. Þar eru jafnframt ítarlegar upplýsingar um hvernig og hvert á að skila framboðsgögnum.

Framboði skal fylgja listi með nöfnum minnst 30 og mest 50 meðmælenda, sem fullnægja skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, og skrifleg yfirlýsing frá hverjum meðmælanda, staðfest af tveimur vottum. Hverjum kosningarbærum manni er einungis heimilt að mæla með einum frambjóðanda.

Frambjóðandi skal einnig í samandregnu máli gera grein fyrir framboði sínu, til notkunar í kynningarefni. Þá skal ljósmynd af viðkomandi fylgja framboðstilkynningu.

Kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosningabaráttu má að hámarki nema 2 millj. kr.