Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


3. hluti - Upplýst um frambjóðendur

3. hluti - Upplýst um frambjóðendur

Upplýst um frambjóðendur

Fyrir miðvikudaginn 3. nóvember upplýsir landskjörstjórn hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings og gerir það á vefsíðu sinni og á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytsins. Hún raðar frambjóðendum í stafsrófsröð, þar sem fyrsta nafn er valið af handahófi, og úthlutar þeim um leið auðkennistölu, sem einnig er valin af handahófi. Auðkennistalan gerir kjósendum kleift að raða frambjóðendum á kjörseðlum að eigin vali í kjörklefanum.