Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


4. hluti - Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

4. hluti - Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til stjórnlagaþings hefst 10. nóvember. Kjósanda, sem ekki getur kosið á kjördag, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með 10. nóvember til kl. 12 hinn 26. nóvember, hjá öllum sýslumannsembættum á landinu.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á erlendri grundu hefst einnig 10. nóvember og skal lokið í síðasta lagi kl. 12 á hádegi 26. nóvember. Utanríkisráðuneytið annast framkvæmdina og mun kynna hana.