Athugið: Þessar síður fjalla um kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


5. hluti - Kynningarefni um frambjóðendur

5. hluti - Kynningarefni um frambjóðendur

Kynningarefni um frambjóðendur

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er falið, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010, að útbúa kynningarefni um frambjóðendur og dreifa því á öll heimili hér á landi. Auk þess skal kynningarefnið birt á vefsíðu á vegum ráðuneytisins, kosning.is. Kynningarefnið byggist á upplýsingum sem frambjóðandi skilar á þar til gerðu eyðublaði og fylgir framboði. Ráðuneytið mun kappkosta að hraða þessari kynningu eftir að framboð liggja fyrir. Ætla má að kynning á frambjóðendum verði þá fljótlega birt á kosningavefnum og að prentað kynningarefni verði síðan borið í hús á landinu öllu einni viku til tíu dögum fyrir kosningar.