Athugið: Þessar síður fjalla um sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014.


Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Laugardalshöll

17.5.2014

Mánudaginn 19. maí hefst í Laugardalshöll í Reykjavík atkvæðagreiðsla ­utan kjörfund­ar vegna sveitarstjórnarkosninganna og þar verður opið alla daga frá klukk­an 10:00 – 22:00. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá embætti sýslumannsins í Reykja­vík.

Á kjör­dag, 31. maí, verður opið frá klukk­an 10:00 – 17.00 fyr­ir þá kjós­end­ur sem búa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sím­ar embætt­is­ sýslumanns í Laug­ar­dals­höll verða 860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjör­stjóra er 860-3382.

Tíma­setn­ing­ar vegna utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu á sjúkra­hús­um, hjúkrunarheimil­um o.fl. á veg­um sýslu­manns­ins í Reykja­vík er að finna á þessari vefslóð þar sem fréttatilkynning sýslumanns er birt.

Upplýsingar frá öðrum sýslumönnum


Þá eru komnar nánari upplýsingar frá öðrum sýslumannsembættum á landinu um aukna þjónustu og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á stofnunum o.fl. Þær fréttir er að finna á vefsíðu sýslumanna þar sem embættin eru talin í landfræðilegri röð umhverfis landið. Tengil má nálgast hér.

Til baka Senda grein