Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

Þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars var sú fyrsta sem haldin er á Íslandi frá stofnun lýðveldis. Ekki eru til almenn lög um þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi en á þessari síðu er að finna fróðleik er tengist umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar má nefna skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar frá því í júní 2004, tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem til umfjöllunar hafa verið á Alþingi í vetur og framsöguræðu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra við framlagningu frumvarps um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010.

Sjá einnig vefinn thjodaratkvaedagreidsla.is. Þar eru útskýrð í stuttu máli nokkur meginatriði sem varða þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars 2010, ástæður hennar og afleiðingar. Upplýsingarnar eru unnar af sjálfstæðum og hlutlausum aðila, Lagastofnun Háskóla Íslands, að beiðni dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.