Athugið: Þessar síður fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur.


Fréttir

Auglýsing um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 - 15.4.2011

Í samræmi við lög um þjóðaratkvæðagreiðslu nr. 91/2010 hefur innanríkisráðuneytið nú auglýst niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór 9. apríl síðastliðinn. Ráðuneytinu ber að auglýsa niðurstöðuna í útvarpi og Lögbirtingablaðinu í kjölfar þess að landskjörstjórn upplýsir ráðuneytið um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Lesa meira

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl 2011 - 11.4.2011

Í tilkynningu frá landskjörstjórn kemur fram að alls greiddu 175.114 manns atkvæði í þjóðaratkvæaðgreiðslunni 9. apríl. Niðurstaða talningarinnar var að 69.462 svöruðu því að lögin ættu að halda gildi en 103.207 að þau skyldu falla úr gildi. Ógild atkvæði voru 2.445, þar af 2.039 auðir seðlar en 406 atkvæði var ógilt af öðrum ástæðum.

Lesa meira

Fleiri fréttir