Alþingi
Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina skv. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010. Alþingi ákveður kjördag þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði. Innanríkisráðuneytið auglýsir atkvæðagreiðsluna einu sinni í Lögbirtingablaði og þrisvar sinnum í Ríkisútvarpi. Þar skal birta þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur.
Alþingi skal standa fyrir víðtækri kynningu á því málefni sem borið verður undir þjóðaratkvæði í þessari atkvæðagreiðslu. Forsætisnefnd Alþingis skal setja nánari reglur um fyrirkomulag kynningar.