Framkvæmd

Framkvæmd alþingiskosninga

Framkvæmd alþingiskosninga er samstarfsverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar helst nefna dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir, aðrar kjörstjórnir, sveitarstjórnir, Þjóðskrá Íslands og sýslumenn. Þessir aðilar vinna að því í sameiningu að heildarframkvæmd kosninga fari fram með skýrum og traustum hætti.
Við alþingiskosningar starfa þrenns konar kjörstjórnir:
a. landskjörstjórn,
b. yfirkjörstjórnir í sex kjördæmum landsins (umdæmiskjörstjórnir í kjördæmum ef þurfa þykir),
c. undirkjörstjórnir og aðrar kjörstjórnir sveitarfélaga.