Fréttir

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf - 10.11.2017

Landskjörstjórn kom saman þriðjudaginn 7. nóvember og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 28. október 2017.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 28.10.2017

Í dómsmálaráðuneytinu verða veittar upplýsingar vegna alþingiskosninganna í dag, laugardaginn 28. október, meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.

Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði á kjördag - 27.10.2017

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við alþingiskosningarnar og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Lesa meira

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag - 26.10.2017

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag, laugardaginn 28. október, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða, eru eftirfarandi:

Lesa meira

Leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag - 24.10.2017

Sett hefur verið inn hér á síðuna myndband til leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu á kjördag. Myndbandið er túlkað á táknmáli sem er nýmæli. 

Lesa meira

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi - 20.10.2017

Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Lesa meira

Framboð við alþingiskosningarnar 28. október 2017 - 18.10.2017

Landskjörstjórn hefur sent frá sér tilkynningu um hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista við alþingiskosningarnar 28. október nk. og lista yfir frambjóðendur í öllum kjördæmum. Alls eru 11 listar í framboði og bjóða 9 listar fram í öllum kjördæmum.

Lesa meira

248.502 kjósendur á kjörskrárstofni - 16.10.2017

Á kjörskrárstofni, sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið vegna alþingiskosninganna 28. október næstkomandi, eru kjósendur 248.502 talsins. Konur eru 124.669 en karlar 123.833.

Lesa meira

Kosningahandbók vegna komandi alþingiskosninga - 12.10.2017

Dómsmálaráðuneytið hefur lögum samkvæmt gefið út handbók fyrir kjörstjórnir, kjörstjóra og aðra er starfa við framkvæmd kosninga.

Lesa meira

Framlagning kjörskráa - 12.10.2017

Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis, sem haldnar verða laugardaginn 28. október 2017, skulu lagðar fram eigi síðar en  18. október 2017. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega.

Lesa meira

Frestur til að fá skráðan listabókstaf rennur út á hádegi 10. október - 6.10.2017

Stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf hjá dómsmálaráðuneytinu, en hyggjast bjóða fram við alþingiskosningarnar, skulu tilkynna það ráðuneytinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. október.

Lesa meira

Nýjum listabókstaf úthlutað - 6.10.2017

Dómsmálaráðuneytið hefur úthlutað listabókstaf fyrir stjórnmálasamtök sem ekki buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar 2016, sbr. auglýsingu nr. 857/2017 : M-listi: Miðflokkurinn. Lesa meira

Auglýsingar yfirkjörstjórna um framboðsfrest og móttöku framboða - 5.10.2017

Yfirkjörstjórnir auglýsa framboðsfrest og móttöku framboða í einstökum kjördæmum en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 13. október nk., kl. 12 á hádegi. Auglýsingar frá öllum yfirkjörstjórnum má nú finna hér á vefnum.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu flutt í Smáralind 7. október nk. - 4.10.2017

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Smáralind, Kópavogi, frá og með laugardeginum 7. október. Atkvæðagreiðslan fer fram vestanmegin á 2. hæð í Smáralind. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22. Fram að 7. október fer atkvæðagreiðslan fram á skrifstofu sýslumanns að Hlíðasmára 1, frá kl. 8.30-15.

Lesa meira

Auglýsing landskjörstjórnar um mörk kjördæmanna í Reykjavík - 2.10.2017

28. september síðastliðinn ákvað landskjörstjórn mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Lesa meira

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem átt hafa lögheimili erlendis í meira en átta ár - 29.9.2017

Alþingi hefur samþykkt ákvæði til bráðabirgða við lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sem veitir íslenskum ríkisborgurum sem átt hafa lögheimili erlendis í meira en átta ár heimild til þess að óska eftir því að vera teknir á kjörskrá fyrir komandi alþingiskosningar.

Lesa meira

Kjörskrárstofn opnaður – hvar ertu á kjörskrá? - 28.9.2017

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. 

Lesa meira

Lausir listabókstafir - 26.9.2017

Leiðbeiningar um listabókstafi er að finna í 38. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Hvetur ráðuneytið þá sem hyggja á framboð að kynna sér ákvæðið vel, sem og allan VII. kafla laganna er fjallar um framboð. Í 1. mgr. 38. gr. kemur m.a. fram að ráðuneytið skuli halda skrá um listabókstafi þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar og birta skrána opinberlega með auglýsingu.

Lesa meira

Fyrirspurnir – postur@kosning.is - 22.9.2017

Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er á einfaldan hátt hægt að finna svör við flestum spurningum sem vakna vegna alþingiskosninganna 28. október næstkomandi.

Lesa meira

Listabókstafir og heiti stjórnmálasamtaka - 21.9.2017

Dómsmálaráðuneytið heldur skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu alþingiskosningar. Hyggist stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf bjóða fram lista við alþingiskosningar skal það tilkynnt dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út, þ.e. eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. október 2017.

Lesa meira

Upplýsingar um kjörgengi, listabókstafi og framboðslista - 20.9.2017

Dómsmálaráðuneytið hefur tekið saman almennar upplýsingar um ýmsa þætti er huga þarf að áður en framboði til Alþingis er skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar. Þar á meðal eru upplýsingar um kjörgengi, listabókstafi, hvernig ganga skuli frá framboðslista og hvaða gögn verða að fylgja honum.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 20. september - 20.9.2017

Kjördagur fyrir kosningar til Alþingis hefur verið ákveðinn hinn 28. október 2017 og mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni hefjast í dag, miðvikudaginn 20. september, eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Lesa meira

Alþingiskosningar verða 28. október næstkomandi - 20.9.2017

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október 2017. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda 18. september.

Lesa meira