Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu flutt í Smáralind 7. október nk.

4.10.2017

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Smáralind, Kópavogi, frá og með laugardeginum 7. október. Atkvæðagreiðslan fer fram vestanmegin á 2. hæð í Smáralind. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22. Fram að 7. október fer atkvæðagreiðslan fram á skrifstofu sýslumanns að Hlíðasmára 1, frá kl. 8.30-15.

Á kjördag, laugardaginn 28. október, verður opið í Smáralind milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Utan höfuðborgarsvæðisins má greiða atkvæði á skrifstofum sýslumanna, útibúum þeirra og annars staðar, eftir því sem ákveðið hefur verið. Sjá hér á vef sýslumanna: