Fréttir

Auglýsingar yfirkjörstjórna um framboðsfrest og móttöku framboða

5.10.2017

Yfirkjörstjórnir auglýsa framboðsfrest og móttöku framboða í einstökum kjördæmum en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 13. október nk., kl. 12 á hádegi. Auglýsingar frá öllum yfirkjörstjórnum má nú finna hér á vefnum.

Í auglýsingunum eru leiðbeiningar um hvernig frágangi skuli háttað á framboðslistum og fylgigögnum með þeim. Þá er greint frá því hvar aðsetur yfirkjörstjórna verða á kjördag, 28. október næstkomandi.