Fréttir

Frestur til að fá skráðan listabókstaf rennur út á hádegi 10. október

6.10.2017

Stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf hjá dómsmálaráðuneytinu, en hyggjast bjóða fram við alþingiskosningarnar, skulu tilkynna það ráðuneytinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. október.

Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum síðar, föstudaginn 13. október kl. 12 á hádegi. Framboðum skal skila til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna, sjá auglýsingar yfirkjörstjórna.Landskjörstjórn auglýsir svo eigi síðar en 18. október fyrir hvaða framboðslistar eru bornir fram við alþingiskosningarnar 29. október og tilgreinir bókstaf hvers lista.