Fréttir

Fyrirspurnir – postur@kosning.is

22.9.2017

Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er á einfaldan hátt hægt að finna svör við flestum spurningum sem vakna vegna alþingiskosninganna 28. október næstkomandi.

Þeim sem þurfa að beina fyrirspurnum til ráðuneytisins vegna kosninganna er bent á netfangið postur@kosning.is og verður spurningum svarað við fyrsta tækifæri. Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar á sama netfang, postur@kosning.is.