Helstu dagsetningar
Helstu dagsetningar í aðdraganda alþingiskosninganna 28. október 2017
18. september | Forseti tilkynnir þingrof að tillögu forsætisráðherra. Þingrof ákveðið laugardaginn 28. október 2017 og kjördagur ákveðinn sama dag, 28. október (44 dögum síðar). Auglýst sama dag í Stjórnartíðindum. 24. gr. stjórnarskrár og 21. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
---|---|
20. september | Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst. Hún skal hefjast svo fljótt sem kostur er eftir auglýsingu kjördags. 57. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
21. september | Dómsmálaráðuneytið auglýsir innan þriggja sólarhringa frá því kosningar eru fyrirskipaðar skrá um listabókstafi. 1. mgr. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
23. september | Viðmiðunardagur kjörskrár. Þjóðskrá Íslands lætur sveitarstjórnum í té kjörskrárstofn. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
30. september | Landskjörstjórn auglýsir mörk Reykjavíkurkjördæmanna. 7. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
7. október | Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk, fangelsum og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. 5. mgr. 58. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
10. október | Frestur nýrra framboða til að leggja fram ósk um listabókstaf rennur út. 2. mgr. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
13. október | Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi. 1. mgr. 30. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
16. október | Ráðuneytið auglýsir framlagningu kjörskráa. 25. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
18. október | Landskjörstjórn auglýsir framboðslista. 2. mgr. 44. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
18. október | Sveitarstjórnir leggja fram kjörskrár. 1. mgr. 26. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
24. október | Ósk um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 24. október, fyrir kl. 16. 3. mgr. 58. gr. laga um kosningar til Alþingis. |
28. október | Kjördagur |