Fréttir

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum og gefið út kjörbréf

10.11.2017

Landskjörstjórn kom saman þriðjudaginn 7. nóvember og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 28. október 2017.

Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna.