Fréttir

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi

20.10.2017

Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Beiðni þarf að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 24. október, fyrir klukkan 16. Umsókn hér um skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans.