Fréttir

Upplýsingar um kjörgengi, listabókstafi og framboðslista

20.9.2017

Dómsmálaráðuneytið hefur tekið saman almennar upplýsingar um ýmsa þætti er huga þarf að áður en framboði til Alþingis er skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar. Þar á meðal eru upplýsingar um kjörgengi, listabókstafi, hvernig ganga skuli frá framboðslista og hvaða gögn verða að fylgja honum.

Yfirkjörstjórnir taka á móti framboðum, hver í sínu kjördæmi, sem berast skulu eigi síðar en kl. 12 á hádegi, föstudaginn 13. október 2017. Hverjum framboðslista skal fylgja til yfirkjörstjórnar skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Nánari upplýsingar um framangreind atriði og fleiri sem snerta framboðslista má sjá hér: