Fréttir

Upplýsingar um kjörstaði á kjördag

27.10.2017

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við alþingiskosningarnar og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Dómsmálaráðuneytið safnar saman upplýsingum um kjörstaði og hér á vefnum er tengt í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaga eftir því sem þær berast. Þegar farið er inn á kjörskrá hér á vefnum birtast einnig í mörgum tilvikum upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir þegar kennitala er slegin inn.