Athugið: Þessar síður fjalla um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.

Framkvæmd

Framkvæmd alþingiskosninga

Framkvæmd alþingiskosninga er samstarfsverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar helst nefna innanríkisráðuneytið, utanríkisráðuneytið, landskjörstjórn, sveitarstjórnir, Þjóðskrá Íslands, sýslumenn og kjörstjórnir. Þessir aðilar skipta með sér verkum og vinna að því að heildarframkvæmd kosninga fari fram með skýrum og traustum hætti.
Við alþingiskosningar starfa þrenns konar kjörstjórnir:
a. landskjörstjórn,
b. yfirkjörstjórnir í sex kjördæmum landsins (umdæmiskjörstjórnir í kjördæmum ef þurfa þykir),
c. undirkjörstjórnir og aðrar kjörstjórnir sveitarfélaga.