Athugið: Þessar síður fjalla um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.

Fréttir

Viðmiðunardagur kjörskrárstofns er 23. mars

22.3.2013

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna en samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eru á kjörskrárstofni allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir verða með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi 23. mars 2013 og fæddir eru 27. apríl 1995 og fyrr. Enn fremur eru á kjörskrárstofni þeir íslenskir ríkisborgarar sem lögheimili eiga erlendis en eiga kosningarrétt samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.

Sveitarstjórnir skulu leggja fram kjörskrár almenningi til sýnis eigi síðar en 17. apríl á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Kjörskráin skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag.