Athugið: Þessar síður fjalla um alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.""Kosið verður til Alþingis 27. apríl næstkomandi. Í alþingiskosningum veitum við þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem við kjósum umboð til að fara með stjórn landsins fyrir okkar hönd.

Með því að mæta á kjörstað tekur þú afstöðu og hefur áhrif á mótun samfélagsins. Ríkisstjórnin og Alþingi hafa áhrif á ótal þætti í lífi þínu - efnahag, menntun, íbúðakaup, heilsugæslu, löggæslu og svo mætti lengi telja.

Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins, þá verður þú að taka þátt. Atkvæði þitt treystir stoðir lýðræðis á Íslandi.

""

MÁTTU KJÓSA?


Til að kjósa í alþingiskosningum þarf nafnið þitt að vera á kjörskrá
.

Ef þú ert 18 ára eða eldri íslenskur ríkisborgari með lögheimili á Íslandi ert þú með kosningarrétt. Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri en eru búsettir erlendis eru líka teknir inn á kjörskrá að uppfylltum nánari skilyrðum.
Ert þú á kjörskrá?


HVAR ÁTTU AÐ KJÓSA?

""Þú kýst í því kjördæmi sem þú átt lögheimili í. Þú getur skoðað rafræna kjörskrá hér á vefnum og þar kemur kjörstaður og kjördeild upp hjá stærstu sveitarfélögunum. Sveitarfélög auglýsa kjörstaði, hvert á sínum stað, en hér á vefnum verður safnað saman upplýsingum um kjörstaði þegar líður nær kosningunum.
Hvar kýst þú?
Upplýsingar um kjörstaði


HVAÐ GERIST Á KJÖRSTAÐ?

""Þú einfaldlega mætir á kjörstað, finnur þína kjördeild, framvísar skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi), lætur haka við nafnið þitt á kjörskrá og færð kjörseðil. Kjörseðilinn ferðu svo með inn í næsta lausa kjörklefa.

HVAÐ GERIST INNI Í KJÖRKLEFANUM?

""Í kjörklefanum er blýantur sem þú notar til þess að setja kross í reit fyrir framan bókstaf þess lista sem þú vilt kjósa.


Þú mátt jafnframt:

  • Breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem þú kýst. Þá setur þú tölustafinn 1 fyrir framan það nafn sem þú vilt hafa efst á lista, 2 fyrir þann sem þú vilt hafa annan í röðinni o.s.frv.
  • Hafna frambjóðanda á þeim lista sem þú kýst með því að strika yfir nafnið.

Gættu að því að kjörseðillinn þinn getur orðið ógildur ef þú t.d.:

  • Gerir villandi eða misvísandi merki á seðilinn.
  • Breytir frambjóðendalistum sem þú kýst ekki.

""Þegar þú hefur merkt við þann lista sem þú vilt kjósa, brýtur þú seðilinn í sama brot og hann var í þegar þú tókst við honum, ferð út úr kjörklefanum og setur seðilinn í kjörkassann.

HVAÐ EF ÞÚ ERT EKKI HEIMA Á KJÖRDAG EÐA GETUR EKKI KOSIÐ Á KJÖRDAG?

""Kjósandi sem ekki getur kosið á sínum kjörstað á kjördag má greiða atkvæði utan kjörfundar, fram á kjördag.
Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

EN EF ÞÚ ÞARFT AÐSTOÐ VIÐ AÐ KJÓSA?

""Þeir sem geta ekki merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum, vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, eiga rétt á aðstoð í kjörklefanum.
Skoðaðu nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað hér

Blindir og sjónskertir sem nýta blindraletur geta kosið í einrúmi og án aðstoðar. Í kjörklefanum er blindraspjald sem er jafnstórt kjörseðlinum með upphleyptum listabókstöfum og blindraletri. Á spjaldinu er gluggi fyrir framan hvern staf þar sem setja skal kross við þann lista sem atkvæðið skal hljóta.


HVAÐ EF ÞÚ GERIR MISTÖK Á KJÖRSEÐLINUM EÐA EINHVER SÉR HVERNIG ÞÚ GREIDDIR ATKVÆÐI ÁÐUR EN ÞÚ SETUR SEÐILINN Í KJÖRKASSANN?

""Ef einhver sér hvað er á kjörseðlinum áður en þú setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og þú átt rétt á að fá nýjan og fara aftur inn í kjörklefa. Þú þarft þá að skila kjörstjórn fyrri seðlinum.

Mundu að brjóta seðilinn þinn saman þannig að letrið snúi inn áður en þú ferð út úr kjörklefanum.""Kjörskrá

Listi yfir þá sem mega kjósa.
Sjá nánar um kjörskrá hér.

Kjördæmi

Landinu er skipt í sex kjördæmi og þingsætin 63 skiptast þannig milli kjördæma:

 

Kjördæmissæti

Kjördæmissætum er úthlutað í samræmi við niðurstöðu kosninga innan hvers kjördæmis. Kjördæmakjörin sæti á þingi eru þeir þingmenn sem komast inn á þing.

Jöfnunarsæti

Jöfnunarsæti taka mið af úrslitum á landsvísu. Þeim er ætlað að leiðrétta misræmi á milli kjördæma, þannig að eitt atkvæði sé ekki meira virði í einu kjördæmi en öðru.

Einungis stjórnmálasamtök með 5% atkvæða eða meira koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta.

Kjördeild

Hverju kjördæmi er skipt í kjördeildir þar sem hvert sveitarfélag er venjulega ein kjördeild en í fjölmennum sveitarfélögum eru kjördeildir fleiri.

Kjörseðill

Seðill sem þú færð afhentan þegar þú mætir á kjörstað. Á seðlinum eru listabókstafir og heiti stjórnmálasamtaka/-flokka í framboði og undir þeim er listi yfir nöfn frambjóðenda í þínu kjördæmi í þeirri röð sem þeir raðast frá viðkomandi stjórnmálasamtökum/-flokki.

Ógildur kjörseðill

Ef merkingar á kjörseðli eru á einhvern hátt villandi eða misvísandi er kjörseðill úrskurðaður ógildur. Eins ef strikað er yfir nöfn frambjóðenda á listum öðrum en þeim sem þú kýst. Auður seðill er alltaf ógildur.