Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Táknmál - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við forsetakjör 2016

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin.

Hægt er að greiða atkvæði á vegum sýslumanna um allt land en þeir auglýsa nánar hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. Auk þess má greiða atkvæði á sjúkrahúsum, dvalar- og vistheimilum, fangelsum og heimahúsum í samráði við sýslumann á hverjum stað. Ítarlegar upplýsingar er einnig að finna á vef sýslumanna,www. syslumenn.is.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kjörs forseta Íslands fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Hægt er að sjá lista yfir þá á vef utanríkisráðuneytisins, www.utanrikisraduneyti.is.

Innanríkisráðuneytið hefur látið gera myndbönd til leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á íslensku og ensku. Myndböndin eru með texta og er tengla á þau að finna hér á vefnum.