Utanríkisráðuneytið
Utanríkisráðuneytið sér um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem fram fer erlendis.
Kjörgögn
Afgreiðsla kjörgagna til útlanda
Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu þeirra kjörgagna sem þurfa að berast kjörstjórum sem staddir eru erlendis.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis
Erlendis skal atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fara fram á skrifstofu sendiráðs, á sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur og ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis.
Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.