Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Aukin þjónusta við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 4.8.2016

Aukið var verulega við þjónustu við þá sem kjósa vildu utan kjörfundar hér á landi í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fór fram hjá sýslumannsembættum um land allt. Fækkun embættanna hafði engin áhrif á þjónustu þeirra, enda eru afgreiðslustaðir sýslumanna eftir sem áður jafnmargir. Lesa meira

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag - 27.6.2016

Kosningavefurinn var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics. 

Lesa meira

Upplýsingar um kjörstaði - 25.6.2016

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 25. júní. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 24.6.2016

Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Lesa meira