Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Eyðublöð vegna meðmælenda við undirbúning forsetakjörs

16.3.2016

Undirbúningur stjórnvalda að forsetakosningunum 25. júní næstkomandi hófst með því að forsætisráðherra auglýsti kosninguna 11. mars 2016 og tilgreindi hvert skuli vera lágmark og hámark kosningabærra meðmælenda úr hverjum landsfjórðungi. Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí 2016. 

Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningabærir.

Lög um framboð og kjör forseta Íslands kveða ekki nánar á um hvernig meðmæli skuli úr garði gerð. Í lögunum er þó tekið fram að við undirbúning kosningaathafnarinnar skuli fara samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á. Í 1. mgr. 32. gr. og 2. mgr. 33. gr. þeirra laga er gert ráð fyrir skriflegri yfirlýsingu meðmælenda um stuðning við framboðslista og að sami kjósandi megi ekki mæla með nema einum lista við sömu kosningar. Við forsetaframboð mun því sama gilda um forsetaefni.

Með hliðsjón af þessu hefur innanríkisráðuneytið látið gera eyðublöð fyrir meðmælendur til undirritunar sem forsetaefni geta nýtt sér við framboðið. Sér eyðublað er gert fyrir hvern landsfjórðung og má nálgast þau hér að neðan:

Sjá einnig auglýsingu: