Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Upplýsingaskylda frambjóðenda við forsetakosningar 2016

15.4.2016

Ríkisendurskoðun hefur á vef sínum vakið athygli frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands á því að þeim beri að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttunnar til Ríkisendurskoðunar.

Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar eru ýmsar leiðbeiningar um þessa upplýsingaskyldu og er vísað í lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda um upplýsingaskyldu þeirra.