Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Auðlesið efni um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

3.5.2016

Á vefnum er birt auðlesið efni um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakosninganna 25. júní. Efnið var unnið í samvinnu við Átak, félag fólks með þroskahömlun.

Fulltrúar félagsins lögðu til drög að efni sem síðan var unnið úr af starfsmönnum ráðuneytisins.