Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Rafræn skráning meðmælendalista á Ísland.is

3.5.2016

Forsetaframbjóðendur geta nú skráð meðmælendur sína rafrænt á Ísland.is og fengið jafnóðum upplýsingar um fjölda gildra meðmæla miðað við skráningu á pappírslista, en ekki eftir á eins og verið hefur.

Um er að ræða nýjung sem má segja að jafngildi og komi í stað skráningar á excel-skjal sem notað hefur verið hingað til. Tilgangurinn með þessu viðmóti er að gefa frambjóðendum og yfirkjörstjórnum kost á að skrá með öruggum hætti þá sem hafa ljáð framboði stuðning sinn með undirritun á meðmælendalista.