Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 20. maí

18.5.2016

Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins föstudaginn 20. maí 2016, eigi síðar en fyrir miðnætti.

Framboðum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda og vottorð viðkomandi yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningarbærir.