Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Auglýsing um kjörskrár vegna forsetakosninga

12.6.2016

Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 15. júní 2016.

Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.

 Innanríkisráðuneytið, 10. júní 2016.