Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands

15.6.2016

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram um allt land á skrifstofum sýslumanna og öðrum sérstökum kjörstöðum á þeirra vegum. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram.

Nýjustu upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma er að finna á vefsíðu sýslumanna. Þá er í sumum auglýsingum sýslumanna upplýsingar um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í heimahúsum.