Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag

23.6.2016

Á vefnum syslumenn.is eru upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag.

Þeir sem kjósa utan kjörfundar á kjördag annars staðar en í Reykjavík verða sjálfir að sjá til þess að atkvæði þeirra komist í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem þeir eru á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Upplýsingar frá sýslumönnum á vefnum syslumenn.is