Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 25. júní 2016.


Kjördæmi og kjörstaðir

Kjördæmi

Mörk kjördæma við forsetakosningarnar 25. júní 2016 verða þau sömu og við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.

Norðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps.

Norðausturkjördæmi
Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps.

Suðurkjördæmi
Kjördæmið nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Sveitarfélagsins Voga.

Suðvesturkjördæmi
Kjördæmið nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.

Reykjavíkurkjördæmi suður og norður

Mörk Reykjavíkurkjördæmanna eru dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Kjörstaðir

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakosningarnar 25. júní. Mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Innanríkisráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefsíðum sveitarfélaga eftir því sem þær hafa borist.