Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Landskjörstjórn

 Landskjörstjórn er kosin af Alþingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar og í henni sitja fimm menn og jafnmargir til vara. Landskjörstjórn var síðast kosin af Alþingi 28. febrúar 2011. Landskjörstjórn velur sér sjálf oddvita og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Það er borgaraleg skylda að taka sæti í kjörstjórn. Við ákveðnar aðstæður getur kjörstjórnarmaður þurft að víkja sæti, t.d. ef til úrskurðar er mál, sem varðar maka hans eða ættingja. Landskjörstjórn skal eins og aðrar kjörstjórnir halda gerðabók og bóka gerðir sínar. Sjá einnig vef landskjörstjórnar.

Við forsetakjör 2012 hefur landskjörstjórn eftirfarandi verkefni:

Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum
Landskjörstjórn ákveður í hvoru Reykjavíkurkjördæminu kjósendur sem búsettir eru erlendis, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík, greiði atkvæði. Sama gildir um þá sem skráðir eru óstaðsettir í hús í Reykjavík.
Auglýsing Landskjörstjórnar um mörk kjördæmanna í Reykjavík við kjör forseta Íslands 30. júní 2012:

Mörk kjördæmanna í Reykjavík við kjör forseta Íslands 30. júní 2012

Við fyrirhugað kjör forseta Íslands 30. júní 2012, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og við síðustu alþingiskosningar, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945. Landskjörstjórn hefur ákveðið að auglýsing nr. 346/2009, sem fjallar um mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009, skuli fylgt við kjörið.
Gildir það einnig um fyrirmæli hennar um hvar mörkin skuli vera í hverjum mánuði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, en þau ráða því hvar þeir, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík, greiða atkvæði. Samkvæmt því greiða þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Landskjörstjórn 7. júní 2012.

Landskjörstjórn

Aðalmenn:
Freyr Ófeigsson, fyrrverandi héraðsdómari, formaður
Sigrún Benediktsdóttir, hdl., varaformaður
Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður
Ástráður Haraldsson, hrl.
Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri

Varamenn:
Sigurjón Sveinsson
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Anna Tryggvadóttir
Sigurður Kári Árnason
Linda Bentsdóttir

Aðsetur landskjörstjórnar er í Austurstræti 8-10, annarri hæð.
Ritari landskjörstjórnar er Þórhallur Vilhjálmsson, netfang:
thorhallurv@althingi.is
Sími: 563 0917 og 696 1389.

Póstfang:
Landskjörstjórn,
Austurstræti 8-10, 2. hæð,
101 Reykjavík.

Veffang:
www.landskjor.is