Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Utanríkisráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis

Erlendis skal atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fara fram í skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur og ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis.

Kjörstjórar við atkvæðagreiðslu erlendis eru forstöðumenn sendiráða og fastanefnda, sendiræðismenn, aðrir sendierindrekar eftir ákvörðun viðkomandi forstöðumanns, svo og aðrir starfsmenn sendiráða, fastanefnda og sendiræðisskrifstofa eftir ákvörðun utanríkisráðuneytisins, kjörræðismenn samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins, svo og sérstakir kjörstjórar tilnefndir af utanríkisráðuneytinu.

Kjörgögn

Afgreiðsla kjörgagna til útlanda
Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu þeirra kjörgagna sem þurfa að berast kjörstjórum sem staddir eru erlendis.