Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 30. júní 2012

 5. maí
 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan.
 25. maí
 Framboðum skal skila til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti.
 31. maí  Innanríkisráðuneytið auglýsir hverjir verða í kjöri til forsetaembættisins í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þann dag.
 9. júní Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, dvalar- og vistheimilum og í heimahúsum. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi verður að hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16 fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 26. júní 2012.
 9. júní
Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur verða á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili þann dag samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár.
 18. júní  Innanríkisráðuneytið auglýsir framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum eigi síðar en tólf dögum fyrir kjördag.*
 20. júní  Sveitarstjórnir leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.
 30. júní
 Kjördagur**

* Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag.

** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.