Athugið: Þessar síður fjalla um forsetakosningar 30. júní 2012.
        Smellið hér til að skoða upplýsingar í tengslum við alþingiskosningar 29. október 2016


Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Laugardalshöll frá og með 14. júní

13.6.2012

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum embættis sýslumannsins í Reykjavík færist úr Skógarhlíð 6 yfir í Laugardalshöll frá og með fimmtudeginum 14. júní.

Opið verður alla daga frá kl. 10:00–22:00. Lokað verður 17. júní. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00–17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

Símar í Laugardalshöll: 860-3380 og  860-3381.
Neyðarsími kjörstjóra: 860-3382.